Ef þú ert að leita þér að kremi sem endist vel, frískar upp húðina og gerir hana unglegri þá mæli ég klárlega með vöru frá L’OCCITANE sem kallast Imortelle Brightening eða Björt fegurð.
Vörulínan samanstendur af nokkrum afurðum en undanfarið hef ég verið að nota Brightening Essence og Brightening Cream en Essencinn er serum sem kemur í dropateljara og Cream er eins og orðið segir krem sem maður ber á sig eftir að hafa sett dropana á sig.
Ég hef prófað nokkur serum og er þetta serum þynnra en ég hef kynnst áður. Kosturinn við það er að það dreifist vel á húðina en aftur á móti verður maður að passa sig að setja það í lófann á sér fyrst meðan önnur serum er hægt að setja á fingurgómana eða beint á andlitið.
Andlitskreminu er ég mjög hrifin af en þegar þú ert búin að bera það á þig frískastu öll í framan og er sérstaklega gott að bera þetta krem á sig á morgnana þar sem það vekur mann hressilega. Kremið er frekar gelkennt, dreifist mjög vel og þarf einstaklega lítið magn í einu. Eina sem ég get kannski sett út á er að það gefur mér ekki mikinn raka, þannig að ef þú ert með þurrkubletti þá efast ég um að þeir lagist, en ég hef verið dugleg að bera á mig næturkrem til að vega upp á móti dagkreminu og hefur það reynst vel.
Með því að nota báðar þessa vörur sérðu mun á húðinni á þér á einni viku og á einum mánuði minnka hrukkur og húðin verður mýkri. Einnig jafna vörurnar húðlit og húðin verður bjartari.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.