Er húðin þurr, laus við allan ljóma, hálf grá og leiðinleg? Þá er lausnin að fá sér gott serum til að hjálpa húðinni að vinna upp raka, jafna húðlit, draga úr fínum línum og þétta yfirborð hennar.
Ljómaseruminu, eða Optimising Skin Serum frá Elizabeth Arden hefur verið líkt við kraftaverkakrem því augljós munur er á húðinni á einungis sex dögum eftir að þú byrjar að nota kremið.
Serum skal ávallt nota með öðrum kremum, það er sett fyrst á húðina og dagkrem eða næturkrem ofan á það. Ljómaserumið hámarkar árangur af öðrum kremum og gefur húðinni strax auka mýkt og jafnar húðlitinn á örfáum dögum.
Sjálf nota ég dagkremið frá Elizabeth Arden, næturkremið, maskana og nú var serumið að bætast í hópinn. Eftir að ég byrjaði að nota þessar dásemdar vörur hef ég fundið ótrúlegan mun á húðinni minni. Húðin var áður mjög þurr bæði á kinnum og enni. T svæðið var alls ekki þurrt heldur frekar olíukennt þannig að ég var í tómu tjóni með að ná jafnvægi í húðinni. En eftir að hafa verið mjög dugleg að nota ljómaserumið undir dagkremið og svo maska einu sinni í viku hefur þessi vandi minn horfið og eftir stendur mjúk, falleg húð.
Ef heimurinn væri fullkominn þá þyrftum við engin krem, húðin myndi jafna sig sjálf á ótrúlegum hraða og væri alltaf jafn falleg. En þannig virkar þetta víst ekki svo við verðum að fá hjálp til að viðhalda ungleika, styrkleika og fegurð húðarinnar.
Húðlínan frá Elizabeth Arden er algjört dekur fyrir húðina og eitthvað sem ég get mælt heilshugar með því húð mín hefur tekið algjörum stakkaskiptum síðustu tvær vikur eftir að ég hóf notkun á þessum frábæru kremum.
Nú get ég ekki lifað án þess að eiga gott serum í snyrtiskápnum mínum og þetta frá Elizabeth Arden er eitt af þeim bestu á markaðnum í dag.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.