Það er flest ákaflega fallegt sem kemur frá franska tískuhúsinu Chanel og er nýja línan þeirra Les Beige þar engin undantekning.
Nýja línan á að höfða sérstaklega til kvenna sem hafa lítinn tíma til að snyrta sig en vilja engu að síður líta vel út.
Um er að ræða vörur sem eru mjög auðveldar í notkun og erfitt er að klúðra útkomunni ef svo mætti að orði komast.
Fyrsta varan úr Les Beige er Healthy glow powder en það kemur í fimm mismunandi litatónum og hentar flestum húðgerðum mjög vel.
Þetta púður er mjög einfalt og meðfærilegt. Það mattar ekki húðina með sama hætti og önnur púður heldur þvert á móti gefur það húðinni fallegan ljóma og jafnar áferð hennar í senn.
Hönnunin er, eins og flest annað frá snyrtivörumerkinu, innblásið af Gabrielle “Coco” Chanel, konunni sem braut allar reglur og varð sólbrún þegar allar konur áttu að vera fölar eins og postulín.
Hún var þessi frjálsa og sjálfstæða týpa sem skapaði sinn eigin stíl í bæði fatnaði og öllu sem viðkom útliti og er talin frumkvöðullinn að nýjum lífsstíl: útivist, strandarlíf, golf, siglingar ofl eða lífsstíl sem leyfði konum að hreyfa sig og vera sjálfstæðar.
Les Beiges púðrið er með góðri mengunarvörn, SPF15 og mýkjandi einingar sem stífla ekki húðina. Það er olíulaust og það má nota það beint á húðina og einnig yfir farðann. Hægt að nota í stað sólarpúðurs s.s á alla húðina til að fá ljóma og ferskan lit en má líka nota til að skyggja.
Gisele Bündchen er andlit línunnar en púðrið kemur í fallegri öskju og flauelspoka og það er alltaf gaman að handleika það enda ákveðinn ævintýraljómi sem maður tengir alltaf við þetta vandaða vörumerki.
_______________________________________________________
[youtube]http://youtu.be/8WMbKOrULhY[/youtube]
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.