Ég á oft í ást-haturs sambandi við farða. Elska til dæmis oft áferðina og hvað það er hægt að fullkomna húðina með farða en stundum finn ég svo mikið fyrir farðanum á húðinni.
Mig langar ekki til að finnast ég vera með grímu og of matt finnst mér óraunverulegt.
Núna held ég að ég hafi fundið farða sem ég hreinlega elska! Alveg allt varðandi farðann, engir ókostir.
Ég hef alltaf verið yfir mig hrifin af YSL Touche Eclat gullpennanum en hann fór ég að kaupa fljótlega eftir að ég lærði förðun og leyfði mér betri vörur. Ég hef prófað marga hyljara/highlightera sem eiga að gera það sama, margir eru mjög fínir en enginn er eins og núna hefur YSL komið með farða sem hefur alla sömu eiginleika og gullpenninn góði!!
Þetta er léttur en milli þekjandi farði sem er mjög auðvelt að vinna með. Það er hægt að byggja hann upp þar sem þarf meiri þekju og eftir sumar af BB krema notkun, þá er þetta fullkomin farði til að nota í haust og vetur. Það er SPF19 sólarvörn í honum og há prósenta af rokgjörnum olíum og rakagefandi efnum sem gera húðina frísklega og tilfinningin er bæði mjúk og þægileg.
Í staðin fyrir púður sem oft er notað í farða til að tryggja endurkast ljóssins inniheldur Le Teint Touche Eclat lýsandi formúlu í fljótandi formi, unna úr fljótandi gulli. Einnig fljótandi olíu úr púðri sem framkallar filmu sem endurkastar ljósinu enn betur. Náttúrulegur litur húðarinnar aðlagar sig að eiginleikum farðans og með því náum við þessum náttúrulega ljóma sem allir leita eftir.
Le Teint Touche Eclat er svo léttur og þægilegur á húðinni að mér finnst ég rétt svo vera með krem á húðinni. Farðinn aðlagst svo vel að það vottar ekkert fyrir grímu tilfinningunni sem ég fæ oft með aðra farða. Með þennan ljómafarða þá hef ég ekki heldur fundið þörf fyrir að skyggja eða highlighta eins og oft vill vera með farðanotkun.
Nátturulegir skuggar andlitsins eru áfram en samt næ ég að hylja þreytu ummerki. Það er annað sem ég er mjög ánægð með og það er ekki alkohól í þessum farða, liturinn helst því alltaf eins, jafnvel í hita.
Þessi nýi farði frá YSL er semsagt algjör snilld og ég mæli heilshugar með því að þú kynnir þér hann.
Katla lærði tísku og ljósmyndaförðun hjá Línu Rut haustið 1994. Hún hefur mikinn áhuga á öllu sem tengist förðun, húð, tísku,útliti og hönnun. Katla hefur einnig sótt ljósmyndanámskeið, lært fatahönnun og saum og lokið einkaþjálfaranámi.
.