Maskarar hafa lengi verið sú snyrtivara sem ég elska að hata, eða hata að elska…. ég veit ekki hvort.
Frá því ég var tólf ára og keypti mér fyrsta maskarann minn af Wet’n’Wild standinum í snyrtivörudeildinni í Hagkaup á Akureyri gerði ég mér góða grein fyrir því að ég og maskarar eigum ekki samleið. Þetta var á svipuðum tíma og ég áttaði mig á því að ég (og flestir aðrir í heiminum) og þykkur hvítur blýantur á augnlokið eigum ekki samleið.
Það sem varð til þess að ég komst að þessu er að maskarar klessast alltaf upp á augnlokin eða fyrir neðan augun á mér þangað til ég lít út eins ég hafi verið að horfa á alveg hryllilega sorglega bíómynd.
Til þess að varna þessum svörtu hringjum fór ég að þurrka ósjálfrátt með fingrunum í kringum augun allann daginn sem í sjálfu sér verður ekki til mikið betra “lúkks”…sérstaklega ekki ef ég var á árshátíð eða einhverju þvíumlíku og með augnskugga sem endaði þá iðulega einhversstaðar út á kinn eða upp á enni.
Gat hvorki lifað með honum né án hans
Þrátt fyrir öll þessi kvöld og alla þessa daga sem ég leit ekki vel út vegna maskarans, sá ég það einhvernvegin aldrei sem lausn að hætta að ganga með maskara.
Því eins hvimleitt og það var að vera sífellt að tékka á honum, þá verð ég að viðurkenna að ég lít þó allavega betur út með maskara en án og í gegnum árin varð ég líka betri í því að tékka á honum og þar með líta betur út.
Í fyrra kom svo að því að ég gjörsamlega missti þolinmæðina. Ég hringdi í vinkonu mína sem er snyrtifræðingur og bað hana að ráðleggja mér hvernig ég myndi losna við þetta hvimleiða vandamál og ég skammast mín eigilega fyrir það að hafa ekki haft samband við hana fyrr því lausnin var svo einföld…
Púður og Lancôme!
Púðraðu smá í kringum augun, með litlausu púðri eða premier og kauptu alltaf Lancôme! og eins hégómlegt og þetta vandamál er þá hefur þessi lausn alveg breytt lífi mínu!
Svo ég mæli svo sannarlega með maskara frá Lancôme. Ég hef prófað þá nokkra og fékk mér seinast þann allra nýjasta sem heitir Hypnôse Star og eins og aðrir maskarar frá Lancôme er hann eins og sniðinn að mínum þörfum. Í fyrsta lagi þá klessist hann ekki, en svo er helling annað sem gerir hann líka skemmtilegan.
Hann þykkir augnhárin vel og hann sveigir þau og aðskilur svo þau verði ekki klesst saman, svo er auðvelt að setja bara aðeins fleiri lög af honum þegar maður er á leiðinni út og vill fá dramatískari áhrif.
Ef þú hefur enn ekki prófað Lancôme maskara sjálf þá skaltu endilega prófa sem fyrst og sjá til hvort þér líki jafn vel og mér því í mínu tilfelli þá breyttu þeir öllu og leystu áralangt vandamál!
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.