
Ég er óþolinmóð ung kona…
Þess vegna nota ég helst naglalökk sem þorna hratt og endast lengi – þess vegna finnst mér naglalakkalínan Vernis in Love frá Lancome æðisleg.
Kostir lakksins eru að mínu mati ..
- Æðislegur bursti sem gerir það að verkum að lökkunin er mjög auðveld
- Þekur vel
- Mikill glans
- Þornar hratt
Naglalökkin koma í allskonar litum, alveg frá fremur látlausum í æpandi skæra. Ég er t.d. mjög spennt fyrir Aqua Blue sem má sjá á síðustu myndinni í myndagalleríinu.
Ég gef Vernis in Love-naglalakkinu hiklaust 5 af 5 og ég mun sennilega ekki skipta í önnur lökk í bráð.

Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.