Haustlínan frá Lancomé kallast Midnight Rose og einkennist af djúpum, dimmum og flauelsmjúkum litum sem fara vel í haustinu.
Ég eignaðist eitt lakk úr þessari línu fyrir skemmstu en það skartar djúpum og fallegum plómulit (nr.453).
Nýju naglalökkin frá Lancome hafa fengið frábæra dóma undanfarið, en þeir þekja einstaklega vel, burstinn er passlega stór, naglalakkið lekur ekkert á nöglinni á meðan það er að þorna og eru naglalökkin að sjálfsögðu eitt af mínum uppáhalds (en ekki hvað, þetta er Lancome!.
Kíktu í næstu snyrtivöruverslun á nýju línuna hjá Lancome, þú átt eftir að verða heilluð!
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.