Lancome Le Crayon Sourcils er augabrúnablýantur sem kemur í nokkrum litatónum. Þetta harður blýantur sem er einmitt betra þegar við ætlum að nota blýant til að móta og skerpa augabrúnir.
Litirnir í boði eru allir mjög klæðilegir og þessir brúnu blandast mjög vel við augabrúnirnar til að passa við flesta hárliti.
Lancome Le Crayon Sourcils er einstaklega þægilegur í notkun. Nógu þurr og púðurkenndur til að haldast lengi og vera ekki að færast til eins vill gerast með mýkri blýanta. Það er hægt að stjórna mjög vel magninu og fyrir náttúrulegt útlit þarf afskaplega lítið. Örfáar stuttar og léttar strokur yfir hárin til að rétt svo dekkja.
Ef það þarf að fylla aðeins betur í þá t.d ef það vantar einhver hár útaf ofplokkun, þá er ekkert mál að gera aðeins dekkra eða örlítið meira.
Þegar við mótum augabrúnir með blýanti skiptir máli að teikna litlar línur meira eins og stök hár en ekki að vera draga langar línur eða teikna formið og fylla svo inn í.
Svo er gott að ydda reglulega, við viljum ekki að oddurinn verði að engu. Það er aðeins of erfitt að gera pínulitlar línur með sveran og flatan lit. Burstinn á endanum er góður til að greiða vel og milda ef teiknuðu línurnar eru of harðar.
Persónulega er ég hrifnust af nátturulegum augabrúnum og í ljósari kantinum. Fallega mótaðar augabrúnir gera svo mikið fyrir heildarsvipinn og útlitið.
Ég er mjög ánægð með þennan blýant þar sem ég get stjórnað svo vel hversu mikill litur kemur og ef ein lítil lína er of dökk þá einfaldlega nota ég burstann og dreg aðeins úrtil að mýkja.
Liturinn helst alveg jafn og liturinn dugir lengi sem er mjög gott.
Katla lærði tísku og ljósmyndaförðun hjá Línu Rut haustið 1994. Hún hefur mikinn áhuga á öllu sem tengist förðun, húð, tísku,útliti og hönnun. Katla hefur einnig sótt ljósmyndanámskeið, lært fatahönnun og saum og lokið einkaþjálfaranámi.
.