Síðasta línan frá Lancôme heitir 29 Rue St. Honore og er heitið virðingavottur til Lancome í París en heitið er tákn fyrir sögulegt heimili merkisins í París síðan 1935.
Lancôme Blush Maison er kinnalitur sem gefur þér náttúrulegt útlit og fágaðan ljóma. Kinnaliturinn er samansettur af þremur litum, ljósbleikum, dekkri bleikum og ljósdröppuðum en þegar þú opnar boxið þá birtist þér götuhorn St. Honore ásamt Effel turninn skreyttur með gulli þannig að þú tímir varla að nota litinn.
Þetta er án efa fallegasti kinnalitur sem ég hef séð. Það er svo gaman að opna boxið á morgnana og sjá götuhornið ljóslifandi fyrir framan sig. Ég hef notað ljósdrappaða litinn sem augnskugga og kemur það vel út. Kinnaliturinn lætur kinnarnar fá einskonar postulínsáferð og með því að nota litinn setur þú loka “touch” á förðunina þannig að þú fullkomnast.
Lancôme hitti naglann heldur betur á höfuðið með 29, Saint Honoré línunni, en allar þær vörur sem ég hef prófað eru algjör unaður og hver annarri betri og bjútífúl.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.