Stella McCartney sendi í vor frá sér einstakan ilm sem hún kallar L.I.L.Y eða Linda I love You og vísar þannig til foreldra sinna, Lindu og Paul McCartney.
Flaskan er sérlega vel heppnuð hönnun en innblásturinn eru kristalsvasar framleiddir á Englandi, rammaðir inn í fallega silfurumgjörð. Fölbleikur liturinn á sjálfum ilminum nýtur sín vel í þessum ramma – þig langar bara að prófa…!
Ilminn
…sem er ferskur og fullur af sumri á sama tíma og í honum eru nótur af karlmannlegum undirtón. Þetta er í sjálfu sér einstaklega vel heppnuð blanda þar sem andstæður mætast og úr verður mjög sérstakur, ‘signature’ ilmur. Ilmur sem aðlagast þeim sem ber hann og verður aldrei ‘of’ mikill eða sterkur.
Aðal jurtin í ilminum er ‘lilja vallarinns’ eða ‘Lily of the valley’ en blóm það táknar nýtt upphaf og minnir hönnuðinn jafnframt á mömmu sína sem Paul McCartney kallaði oft Lily, sem skammstöfun fyrir Linda I love You.
Einstaklega fallegt og virkilega vel heppnaður ilmur frá þessum flotta hönnuði.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=hSYgXJXQM38[/youtube]Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.