Clinique hefur um árabil verið eitt af vinsælli merkjum í snyrtivörubransanum, bæði vegna mikilla gæða og sanngjarns verðs.
Vorlitirnir frá merkinu eru algjört æði til að fá þetta fullkomna, ferska útlit sem maður vill á vorin!
Í línunni er að finna Mousture Surge Tinted litað dagkrem, Naturally Glossy maskara, Almost Lipstick varalit og Blushwear Cream Stick kinnalit. Allt saman er þetta náttúrulegt og fínt.
Undirrituð hefur verið að nota kinnalitinn í lit 05 Shy Blush og hann er mjög þægilegur!
Hann kemur í hentugu stifti sem auðvelt er að koma fyrir í snyrtibuddunni, er kremaður en þó er mjög auðvelt að setja hann á ólíkt mörgum blautum kinnalitum sem ég hef reynslu af. Svo þarf maður auðvitað ekki nein áhöld þannig að þetta er líka sniðugt fyrir þær sem eru ekki mikið fyrir burstanotkun.
Liturinn er ferskur og fallegur, ljósbleikur með örlitlum brúnum tónum sem gera hann náttúrulegri og dempa hann örlítið niður. Hann helst líka rosalega vel á, er vatnsheldur og smyrst ekki út um allt eftir að hann hefur verið settur á kinnarnar.
Einnig er þetta svolítið fjölnota vara þar sem hægt er að nota hann á varir og augu!
Mæli hiklaust með þessum fyrir þær sem vilja náttúrulegan roða í kinnarnar og vilja hafa hlutina einfalda og þægilega.
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com