Líkt og flestir íslendingar á ég mér eftirlætisvöru frá NIVEA. Reyndar eru þær nokkrar en næst-nýjasta uppáhaldið heitir Creme Peeling SHOWER & SCRUB.
Eins og nafnið gefur til kynna er þetta kornahreinsir sem er notaður á líkamann í sturtunni. Tilfinningin sem skrúbburinn skilur eftir sig er frábærlega hrein og slétt húð en í skrúbbnum eru E – vítamín perlur sem gefa húðinni aukna mýkt og raka með reglulegri notkun.
Það er tilvalið að nota sturtuskrúbbinn í hvert sinn sem farið er í sturtuna eða þrisvar í viku. Ef fólk stundar sólböð er nauðsynlegt að nota kornaskrúbb reglulega í sturtunni, það er að segja ef fólk vill jafna brúnku. (Þó mæli ég almennt gegn markvissum sólböðum og alfarið gegn ljósabekkjanotkun).
Creme Peeling – shower and scrub fjarlægir dauðar húðfrumur af líkamanum og skilur hörundið eftir mjúkt og móttækilegt fyrir gott body lotion. Til dæmis Nivea Soft sem er alveg frábært og kostar slikk út úr búð.
Þessi fíni sturtuskrúbbur frá NIVEA kostar ekki nema 599 kr í Hagkaup og því ætti enginn að fara á kúpuna við að prófa. Mæli með þessu!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.