Í janúar kom L’Occitane með nýjan ilm á markaðinn sem kallast Cherry Princess eða Kirsuberjaprinsessan og er sóttur innblástur frá frönsku prinsessunni Hortense de Beauharnais sem var uppi á 19. öld.
Það er ekki að ástæðulausu að ilmurinn er kenndur við prinsessuna en eins og segir í sögubókunum þá urðu kinnar hennar rauðar eins og kirsuberjablóm við hvert hól sem hún fékk um útlit sitt. Ilmurinn kemur í takmörkuðu upplagi en ég prófaði um daginn sturtusápuna og líkar vel. Eins og gefur að skilja er mikil blómalykt af sápunni en hann er samt sem áður mildur þannig að hann verður ekki yfirgnæfandi.
Það er meðal annars hægt að kaupa ilmvatn í þessari línu, body gel og handáburð en umbúðirnar eru sérstaklega fallega bleikar og sumarlegar og koma sérstaklega vel út á baðbrúninni þar sem bleiki liturinn er unaðslega Pjattrófulegur.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.