Cherry Princess, hand cream heitir nýr og góður handaáburður frá L’Occitane og eins og nafnið gefur til kynna er lyktin af handáburðinum dásamleg. Létt, frískleg og með ávaxta- og blómailm.
Ég er búin að sitja og lykta af handabakinu á mér síðan ég fékk hann (lít frekar skringilega út á meðan, en hvað um það). Handáburðurinn er léttur, algjörlega laus við fitu þannig að hann smígur létt inn í húðina. Húðin verður mjúk og afskaplega vellyktandi.
Cherry Princess frá L’Occitane er framleitt af L’Occitane en Provence sem er fjölskyldufyrirtæki í Frakklandi.
Fyrirtækið vinnur aðallega með náttúruleg efni og gerir engar prufur á dýrum. Náttúran skipar stóran sess hjá þeim og reyna þau eftir fremsta megni að hafa allar umbúðir sem umhverfisvænastar. Það þykir mér mjög mikill kostur. Einnig er túpan mjög handhæg því hún er lítil og nett. Passar í snyrtibudduna, jakkavasann, á skrifborðið í vinnunni og bara hvar sem er.
Nauðsynlegt er að passa upp á rakagildi húðarinnar á höndunum en margar eiga það til að gleyma því svæði. Við notum hendurnar mjög mikið og því er nauðsynlegt að halda þeim vel nærðum. Einnig valda veðrabreytingar oft þurrki á höndunum, í miklum kulda og frosti á húðin til að þorna. Í Cherry Princess handáburðinum eru öll helstu vítamín og næring sem hendur okkar þurfa á að halda. Nærandi shea butter sem verndar hendurnar og gerir þær einstaklega mjúkar. Rúsínan í pylsuendanum er svo lyktin! Lyktin er dásamleg, svo létt og fersk.
Cherrry Princess handaáburður er framleiddur í takmörkuðu upplagi svo ég mæli með að drífa sig út í búð og skella sér á eitt (jafnvel tvö) stykki!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.