Það var einhver vefmiðillinn sem kom með það ráð um daginn að kókosolía væri svo góð sem sólarvörn.
Þegar ég las þetta þá hallaði ég hausnum til hægri, setti tvær hrukkur á milli augabrúnanna og sagði *hmm* really!?!?!?! Olía = Sólarvörn ? Hvernig getur það staðist ?
Lesandi góður, elsku vinkona, ÞAÐ STENST EKKI! Og fésbókarvinir mínir hafa sannað það í dag, rauðir og brenndir.
Það er ekkert grín að brenna í sólinni, það er ekki bara vont, heldur hræðilega óhollt fyrir húðina (ætla ekki telja upp hvað það getur gert manni) þannig að í guðannabænum verslið ykkur alvöru sólarvörn.
Til dæmis Eucerin sólarvörnin hún virkar vel en ég var í 21 stigs hita og glampandi sól um helgina og ég brann ekki baun. Það eru engin ilmefni í vörninni (en hún ilmar samt vel) og hentar hún einstaklega vel fyrir viðkvæma húð.
Það er ekkert flott við að ganga um eins hálf flysjað rautt epli í sumar. Hugsaðu vel um húðina og notaðu sólarvörn.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.