Það er fyrirsætan Kate Moss sem er nýtt andlit St. Tropez sem sérhæfir sig í brúnkukremi og öllu sem því tenigst…
…Í nýjustu auglýsingum St. Tropez má sjá Kate Moss með fallega gyllta húð og ýmist berrassaða eða í hvítum sundbol. Kate Moss segist vera himinlifandi að vera að vinna fyrir St. Tropez en hún hefur notað vörurnar í mörg ár.
„St.Tropez gera þetta svo vel, maður fær náttúrulegan lit með vörunum þeirra og maður þarf ekki að óttast að verða flekkóttur.“ sagði Kate í viðtali á dögunum.
St. Tropez vörurnar komu til landsins nýlega og voru kynntar með pompi og prakt á Nauthól en þær má meðal annars nálgast í Debenhams, Hygea, Hagkaup Kringlunni og Smáralind.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.