Jólalínan frá Lancomé í ár er alveg með því dásamlegasta sem sést hefur lengi enda styttist í að margt úr henni verði hreinlega uppselt samkvæmt því sem vinkonur okkar í búðunum segja.
Sjaldan hefur annar eins æsingur myndast í kringum jólalínu Lancomé en okkur finnst það ekki skrítið því þessi lína er í einu orði sagt gordjöss.
Línan samanstendur af þremur varalitum, þremur einföldum augnskuggum, tveimur augnblýöntum, tvö ‘stardust’ og þremur naglalökkum.
Stemmingin í línunni er dökk, hlý, hátíðleg og aðalaðandi eins og samblanda af súkkulaðismákökum og freyðandi kampavíni. Tilgangurinn er að skapa glæsilega förðun á nokkrum mínútum en hver vara er annari betri.
Innblásturinn fyrir naglalökkin þrjú kemur til dæmis frá eftirlætis kokteilum skáldsins Hemingway sem elskaði Parísarborg, þrír nýir litir frá Vernis in Love sem virka eins og fallegt skart á nöglunum þegar haldið er um kampavínsglasið.
Ef þú ert snyrtivörufíkill eins og við Pjattrófur skaltu endilega kynna þér þessa línu í næstu snyrtivöruverslun. Eins og aðrar árstíðabundnar vörur verður hún ekki lengi í hillunum svo það er um að gera að stökkva ef þú fellur fyrir einhverju úr línunni. Það höfum við svo sannarlega gert.
- Í augnskuggunum eru bæði “döst” og pressaðir augnskuggar. Döstin eru gull/bleiktóna sansering; A La Belle Étoile og brúntóna sanseringin Lumiéres De Paris.
- Pressuðu augnskuggarnir eru þrír: Fil d’Or, Fil d’Bronze og Fil d’Argent. Litirnir á skuggunum eru frá gylltu og út í bronze og endast mjög lengi sem er æskilegt svona yfir hátíðarnar.
- Tveir augnblýantar eru í línunni; France In A Glance og Jazzy Taupe. France in a Glance er brúntóna blýantur með mjög grófri sanseringu og er bæði hægt að nota hann sem blýant og augnskugga. Jazzy Taupe er grárri og sanseraður líka.
- Varalitirnir eru allir rauðir en þeir heita Topaz Ecstasy, Rubis Exquisite og Grenat. Sanseraðir og
- Naglalökkin eru algjör draumur; Bubbly Gold, Flirty Red og Ginger Swing! Flirty Red er dökkvínrauður, Bubbly Gold er alveg djúpgylltur með sanseringu og Ginger Swing er ljós og gylltur.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.