VITÓRIA RÉGIA er ilmlína sem minnir á tvo hluta risavaxinnar vatnalilju en blöð hennar eru næstum þrír metrar í þvermál.
Nú voru að koma á markaðinn tvær nýjar ilmtegundir frá L’OCCITANE en þær voru innblásnar af mismunandi eiginleikum Vitória Régia blómsins.
Línan skiptist í dag og nótt í takt við blómið sem sefur yfir daginn en blómstar á nóttunni.
Yfir daginn eru blöð blómsins lokuð eins og til þess að verjast geislum sólarinnar. Á þessu stigi má líkja ilmi blómsins við ferskan andvara samsettan af grænum eplum og sítrustónum af appelsínu og sítrónu.
Dagilmurinn er einmitt mjög ferskur, hressandi og sumarlegur. Tilvalinn fyrir bæjarrölt og afslöppun á Austurvelli.
Glasið er líka í anda sumarsins bjart, hátt og lógóið skreytt með bleikum blómum Vitória Régia á grænum fleti.
Í línunni er einnig hægt að fá sturtugel, húðmjólk, handkrem og milda jurtasápu.
Ég er mjög hrifin af dagilmi Vitória Régia. Einstaklega ferskur og hressandi sumarilmur sem rekur ættir sínar til Brasilíu!
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.