Nýverið kom út lína frá L’Occitane sem kallast Eaux de Provence. Þessi nýja lína hefur meðal annars að geyma þrjá flotta ilmi og ég var svo heppin að eignast einn af þeim…
…Ilmurinn sem ég fékk heitir Eau Ravissante og er bleikur. Bleiki ilmurinn er fyrir stelpur, hann er blómalegur með smá ávaxtakeim og ilmar meðal annars af rósum og sítrusávexti. Hinir ilmir línunnar eru svo gulir og grænir. Þessi guli er fyrir bæði kyn og sá græni er gerður fyrir stráka en allir eiga þeir það sameiginlegt að vera mjög ferskir og léttir.
Semsagt eitthvað fyrir alla!
Það skemmtilega við þessa ilmi er að eru ætlaðir fyrir þig og heimilið en ég nota þetta meðal annars á rúmfötin og í fataskápinn…og auðvitað á húðina!
Ilmirnir koma í fallegum risavöxnum og veglegum glerflöskum sem eru skreyttar með síldarbeinsmunstri líkt og gosbrunnar sem finna má í suður-Frakklandi en ilmirnir eru einmitt innblásnir af þessum frönsku gosbrunnum. Þessari flösku er gaman að stilla upp á til dæmis náttborðinu.
Mæli eindregið með þessum ilmum sem fríska upp á þig og heimilið! Yndisleg jólagjöf líka því margir ‘tíma’ ekki að kaupa sér svona en hreinlega elska að fá að gjöf!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.