Illusion d’Ombre augnskuggarnir frá Chanel koma í sex mismunandi litatónum og eru hver öðrum fallegri…
Þeir koma í fallegri krukku með góðum pensli svo auðvelt er að vinna með hann og auðveldlega hægt að stjórna hversu mikið maður setur á sig, hvort sem það er smá litur eða alveg þekjandi.
Litirnir eru allir með smá glitri sem gera þá algjörlega ómótstæðilega! Litirnir eru mjúkir, blautir og líkjast helst búðing við viðkomu en athugaðu samt að nota alls ekki fingurna beint í augnskuggann því þá getur hann fallið, eins og búðingurinn.
Það verður að nota pensilinn og því næst er hægt að nota fingur eða pensil eftir að augnskugginn er kominn á.
Ég var svo heppin að fá að prufa litinn sem heitir Abstraction NR 88 bleik/rauður með glimmeri.
Einstaklega fallegur og léttur litur sem hægt er að breyta auðveldlega úr dagförðun í kvöldförðun með því að setja aðeins meira á sig á kvöldin. Einnig er hægt að nota litina sem eyeliner en pensilinn sem fylgir með gerir fullkomna línu. Liturinn endist mjög vel eða allt að 12 tímum án þess að klessast eða verða leiðinlegur.
Þar sem ég var svo ánægð með Abstraction litinn þá rauk ég í snyrtivöruverslun og keypti einnig litinn Vision NR 89 en hann er gylltur og algjörlega ómissandi í snyrtibudduna! Ég hef notað hann bæði einan og sér og eins yfir annan augnskugga til að gera hann örlítið meira glamúrus.
Það er alveg á hreinu að mig langar í alla litina og mæli ég með því að þú missir ekki af þessum frábæru augnskuggum en þeir koma í takmörkuðu upplagi svo hver fer að verða síðust til að næla sér í eintak.
Ómissandi snilld frá Chanel!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.