Skapsveiflurnar í íslensku verðráttunni hafa alltaf haft áhrif á húðina mína. Kuldinn á það til að gera húðina þurra og leiðinlega og ég er vafalaust ekki ein um það að finna mun á húðinni á veturna.
En ég er alltaf með ráð undir rifi hverju. Nota allskonar rakamaska, maka á mig kókosolíu, vaselín á varirnar og vatn í lítravís. En það bara dugar ekki alltaf í mestu frosthörkunum.
Fyrir nokkru síðan prufaði ég Hydrating 24h serum frá Blue Lagoon. Samviskusamlega hef ég notað serumið kvölds og morgna, hreinsað húðina, sett á mig serumið og svo rakakrem yfir.
Og viti menn, ekki einn einasti þurrkublettur!
Og ekki nóg með það heldur er húðin á mér orðin ótrúlega mjúk og fín. Serumið inniheldur bl-d1, sem er einstök blanda Blue Lagoon þörunga, kísils og Blue Lagoon jarðsjó. Þessi samsetning styrkir náttúrulegt varnarkerfi húðarinnar og kemur í veg fyrir niðurbrot á kollageni af völdum UV ljóss. Húðin verður mikið líflegri og streituáhrifin hverfa eins og dögg fyrir sólu. Hversu dásamlegt er það!?
Efnafræði hefur aldrei verið mín sterka hlið. En svo mikið veit ég að jarðsjór lónsins er þekktur fyrir lækningamátt sinn. Einstaklingar með húðsjúkdóminn psoriasis hafa séð ótrúlegan árangur við meðferð hjá Bláa Lóninu og hefur sú meðferð hlotið viðurkenningu heilbrigðisyfirvalda.
Vörurnar frá Bláa Lóninu eru hér með komnar á uppáhalds listann minn.
Guðrún Hulda er flugfreyja sem hefur stundað nám við félagsfræði og félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hún er fagurkeri og nautnaseggur sem hefur gaman af öllu því sem gleður augað, eyrað, kroppinn, andann og sálina. Guðrún er vog.