Hvað gerir steinefna farða frábrugðnum öðrum farða? Steinefnafarði er mjög vinsæll um þessar mundir en margir vita ekki á hver munurinn er á steinefnafarða og venjulegum.
Það sem gerir steinefna farða frábrugðin venjulegum farða er að vanalega er ekki í honum að finna rotvarnarefni, steinefna olía, vax, mýkjandi olíur, kemísk litarefni né ilmefni. Ekki er það þó svo að allir steinefna farðar innihalda einungis náttúruleg efni en það er hægt að gera ráð fyrir því að þeir innihalda minna af þeim kemísku.
Kemísku efnin eru oft á tíðum ofnæmisvaldandi og einnig vilja margir forðast þau af öðrum ástæðum. Margir húðlæknar mæla með steinefna förðunavörum vegna þess að þær valda sjaldnar óþægindum og ofnæmi, því vilja þær sem eru með viðkvæma húð oft frekar steinefna farða.
Steinefna farði samanstendur meðal annars af steinefnum svo sem járn oxíð, sínk oxíð og títanium díoxíð sem er malað niður í fínt púður til þess að mynda farða. Talið er að steinefna farði hafi ýmis jákvæð áhrif á húðina.
Sem dæmi má nefna að títaníum díoxíð og sínk díoxíð virka sem náttúruleg sólarvörn, auk þess að hafa róandi og græðandi áhrif á húðina. Ekki er hægt að búast við því af farðanum að lagfæri vandamál í húðinni en farðinn gerir ástandið oft á tíðum ekki verra. Þær sem eru mikið í sól ættu heldur ekki að treysta á farðann til þess að vernda húðina gegn sterkri sól, heldur nota sólarvörn til þess.
Þær sem vilja meira náttúrulegar snyrtivörur velja sér oft steinefna farða. Til þess að vera fullviss um að vera fá gæði þurfa konur að lesa innihaldslýsingarnar á vörunum því oft á tíðum innihalda steinefna farðar ekki einungis náttúrulega efni. Farðar eru oft blandaðir steinefna farðar og venjulegir vegna þess að litarefni steinefna farða eru fengin úr náttúrunni þá getur verið erfitt að finna nákvæmlega rétta litinn.
Ekki er þó hægt að segja að steinefnafarði sé betri en venjulegur farði, þetta er einungis eitthvað sem konur þurfa að spyrja sig út í þegar þær velja farða. Vilja þær minna af kemískum efnum kemur það oft niður á gæðum og endingu farðans á húðinni.
Linda fæddist þann 23. október árið 1988. Í dag er hún mamma í sambúð og með geysilegan áhuga á innanhúshönnun en áhuginn vaknaði þegar hún keypti fokhelt hús árið 2013. Verandi lífefnafræðingur hefur Linda líka mikinn áhuga á snyrtivörum og virkni þeirra. Linda er líka mikill bakari en hún bakar til að fá útrás fyrir sköpunargleðina og nýtur þess að taka fallegar myndir af afrakstrinum. Allar myndir í matarbloggfærslum eru því teknar af Lindu sjálfri og þú getur lesið meira af efni frá henni bæði hér undir notendanafninu og á mondlur.com