Það sem húðin okkar þarfnast umfram annað til að viðhalda teygjanleika og fegurð, er raki.
Hydra Collagenist rakamaskinn frá Helenu Rubinstein er unaðslega nærandi og mjög rakagefandi.
Það er einskonar silkiáferð á maskanum og þegar þú ert búin að bera hann á þig verður húðin ofsalega mjúk og rakinn gerir húðina unglegri, mýkri og þéttari.
Notkunin á maskanum er einföld, setur hann á þig einu sinni til tvisvar í viku og notar þykkt lag af honum.
Á meðan hann vinnur á húðinni getur þú til dæmis naglalakkað þig en maskinn á að vera á í svona 10 mínútur sem er passlegur lökkunartími.
Gott er að nota púðlur eins og dóttir mín kallar það eða bómullapúða til að hreinsa maskann af, en annars er gamli góði þvottaklúturinn alltaf góður til síns brúks.
Hugsaðu vel um húðina í sumar og notaðu góða maska til að gefa henni meiri raka og þéttleika.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.