Guðný Hrönn skrifaði nýlega um gildi þess að eiga góðan highlighter en með því að nota hann rétt geturðu dregið fram það fallegasta í andlitinu þínu.
Bobbi Brown hefur nú sett á markað mjög flottan highlighter penna sem er einstaklega vel hannaður og skemmtilegur í förðunina.
Þú bæði hækkar kinnbeinin og lyftir augabrúnum með réttri notkun pennans en highlighter efnið í pennanum, sem er bæði létt og ljómandi, býr til mjög fallegt glow á húðina og kemur í þremur litatónum. Perlu, bronz og rose.
NOTKUN:
Berðu highlighter efst á kinnbeinin með pennanum og dreifðu með fingurgómunum. Þú getur líka notað highlighterinn UNDIR farðann til að kalla fram fallegan ljóma í húðina.
Kíktu á þennan flotta penna ef þig langar að eignast nýja handhæga snyrtivöru sem er patent og skemmtileg í notkun.
Þó þú hafir bara sofið í 6 klst áttu eftir að líta út fyrir að vera týpan sem gerir ekkert annað en drekka vatn, elska og stunda jóga.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.