Eftir að hafa séð ótal förðunar’gúrúa’ á Youtube (svo sem þessa, þessa og þessa) vera að hæla Prep+Prime Highligter pennanum frá MAC ákvað ég að splæsa í eitt stykki…
…Pennin er, eins og áður sagði, highlight penni sem hefur hefur létta þekju. Hann hefur enga sanseringu þannig að hann hentar vel undir augu, kringum nef, á höku og enni.
Ég valdi mér lit sem heitir Lightboost sem er mjög ljós litur með gulum unirtón en Highlight-penninn er framleiddur í þrem litum.
Highlighterinn er ekki hyljari en sjálf nota ég hann sem hyljara undir augun þar sem ég er ekki með dökka bauga og þarf ekki mikla þekju. Svo nota ég hann auðvitað til að lýsa upp þau svæði sem ég vil hverju sinni.
Þessi highlighter-penni kostar rúmar 5000 krónur í MAC og hann inniheldur 3.6 ml (sem verður að teljast ágætis magn miðað við hvað maður þarf lítið í einu.) Og ég sé ekki eftir peningnum! Þessi vara gefur fallegan ljóma og birtir upp þau svæði sem hann er settur á og….og það besta, hann klessist ekki til undir augunum (eins og sumir hyljarar/highlighterar eiga til að gera).
Mæli eindregið með þessari vinsælu vöru frá MAC!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.