Ég er haldin gríðarlegu ilmvatns blæti. Ekki bara að ég elski að anda að mér góðri lykt heldur er ég ólm í falleg ilmvatnsglös líka. Ég stilli þeim upp, þurrka reglulega af þeim og nýt þess að horfa á þau. Og ég hef alltaf verið svona. Frá því ég var svona fimm ára.
Þegar ég svo lendi á ilmvatni sem sameinar bæði fallega flösku og góða lykt þá er sannarlega gaman hjá ilmvatsfetish konunni mér en þetta gerðist einmitt um daginn þegar ég fékk nýjasta ilminn frá Gucci í hendurnar. Flora by Gucci heitir þessi dásemd og mér finnst allt við þetta ilmvatn vera flott. Ilmurinn sjálfur nær einhvernveginn að jafna það út að vera kryddaður en á sama tíma ferskur, sem er sjaldgæft kombó og krefst eflaust mikillar vinnu fagnefjanna. Ég ætla kannski ekki að telja upp alla essensana sem eru í Flora en af nokkrum má nefna rósir, sandalwood og patchoulie. Það er betra að þú prófir bara sjálf.
Flaskan er úr þykku gleri og minnir svolítið á Art Deco stílinn. Hún er mátulega þung og getur hæglega farið með ofan í tösku ef það er málið.
Til að kóróna allt er það svo snillingurinn Chris Cunningham sem leikstýrir auglýsingu ilmvatnsins en hann er m.a. þekktur fyrir að hafa leikstýrt myndbandinu við lag Bjarkar -All is full of love. Hér er einhverskonar galdrafílingur í gangi…og undir má greina lagið I feel love með Donnu Summer. Semsagt… Bara kúl!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.