Herrailmurinn L’Homme frá Yves Saint Laurent er með þrenns skonar yfirbragði þar sem má finna ferskleika, nautnafulla fágun og töfrandi karlmennsku.
Ilmurinn er sérstaklega góður og hentar fyrir karlmenn á öllum aldri. Þegar karlinn minn setur ilminn á sig á ég það til að elta hann í smá stund um íbúðina með nefið út í loftið en lyktin er einstaklega lokkandi.
Útlitið á flöskunni á sér sögu en hönnuninn er innblásin frá Bauhaus þar sem tappinn á flöskunni er skrúfa eða bolti og tekst hönnuðum að sameina iðnaðarhlut og munaðarvöru á fágaðan hátt.
Ilmurinn kom fyrst á markað árið 2006 en síðan hefur hann komið í nokkrum útgáfum, meðal annars La Nuit L’Homme og L’Homme Libre sem unnusti Natalie Portman tók að sér að auglýsa.
Þetta er verulega góður ilmur sem óhætt er að mæla með fyrir karlmenn á öllum aldri og óneitanleg fágun sem fylgir honum.
Hér er svo myndband sem sýnir herratískuna frá YSL fyrir sumar og vor 2012:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Yr5NphWgE1c[/youtube]
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.