Hefðarkettirnir frá Guerlain – Lúxus fyrir allann peninginn

Hefðarkettirnir frá Guerlain – Lúxus fyrir allann peninginn

guerlain

Það eru fáir ilmhönnuðir sem komast með tærnar þar sem frönsku hefðarkettirnir frá Guerlain hafa hælana.

Ein nýjasta afurðin frá Guerlain heitir Shalimar Extract
Ein nýjasta afurðin frá Guerlain heitir Shalimar Extract

Rætur þekkingar þessa franska lúxusmerkis ná tæplega 180 ár aftur í tímann en allt hófst þetta þegar herra Pierre-François Pascal Guerlain byrjaði að hanna sérstaka ilmi fyrir aðalsfólk þar í landi.

Síðar tóku afkomendur hans við hlutverkinu og þekkingin var innsigluð í fjölskyldunni í tæpar tvær aldir, eða þar til LVMH keypti fyrirtækið árið 1994.

Jean-Paul Guerlain starfar þó enn sem ráðgjafi hjá fyrirtækinu.

Hvorki fleiri né færri en 271 ilmir hafa mætt skilningarvitum okkar frá því framleiðslan hófst árið 1860 en nýjasti ilmurinn er frá þessu ári.

Eftirlæti aðalsins í París

Hið heimsþekkta lúxusmerki Guerlain var stofnað árið 1828. Nafnið fékk fyrirtækið frá stofnanda sínum, Pierre-François Guerlain en sá sérhæfði sig í innflutningi og sölu á ilmvötnum.

Ekki leið á löngu þar til vinsældir verslunarinnar urðu miklar og ekki minnkaði hróður hennar þegar Pierre-François Guerlain setti sinn fyrsta ilm, Chypre, á markað árið 1937.

Fljótlega eftir að Chypre fór í sölu, hóf meistarinn, ásamt sonum sínum, að þróa og markaðssetja ilmi undir nafni fjölskyldunnar og smátt og smátt skipaði nafnið Guerlain sér sess sem sérstakt eftirlæti aðalsins í París.

Herra Guerlain hafði einstaklega næmt og þróað lyktarskyn og þessa kúnst, sem byggir á næmni fyrir skynjun og smáatriðum, kenndi hann sonum sínum.

Guerlain-10350

Eftirlæti yfirstéttarinnar

Eins og fyrr segir var Guerlain eftirlæti yfirstéttarinnar frá upphafi. Guerlain hannaði meðal annars guerlaintreilm fyrir sjálfan Napoleon og konu hans Eugene árið 1853. Sá ilmur fékk hið stórbrotna nafn Léu de Cologne Imperial en feðgarnir hönnuðu marga ilmi fyrir háttsettar hefðarfrúr í París þess tíma.

Eitt þekktasta og virtasta ilmvatn allra tíma, Shalimar, kom á markað árið 1925 en nafnið dregur ilmurinn af garði í Kashmir sem Shan Jahan keisari á Indlandi byggði í minningu konu sinnar.

Ilmurinn er byggður upp af mikilli nákvæmni með hárfínni samsetningu af meðal annars bergamot, tonka baunum, liljum og vanillu. Shalimar er og verður flaggskip ilmhússins og þykir, af fagmönnum, með bestu ilmum sem hafa komið á snyrtivörumarkaðinn frá upphafi.

 

Sjöhundruð ilmir á 180 árum

Í þessi rúmu 180 ár sem fyrirtækið hefur verið starfandi hafa um 700 ilmir komið á markað til lengri eða skemmri tíma undir nafni þess.

130253-01-GUERLAIN-Shalimar-SouffleDeParfum-FBGaman er líka að geta þess að Guerlain var í eigu samnefndrar fjölskyldu allt til ársins 1994 þegar það var keypt af LVMH group (Moët Hennessy Louis Vuitton).

Meistarastykki Guerlain og afkomenda hans lifa þó enn góðu lífi; ilmir á borð við Eau de Cologne Impériale (1853), Jicky (1889), L’Heure Bleue (1912), Mitsouko (1919) og Vol de Nuit (1933), Vetiver (1959) eru enn og munu eflaust alltaf vera í framleiðslu.

Dekur og lúxus

„Dekur” er fyrsta orðið sem kemur mörgum til hugar þegar Guerlain nafnið ber á góma.

Árið 1939 urðu Guerlain fyrst til að opna fyrsta lúxus SPA sinnar tegundar í heiminum, nánar tiltekið við hús númer 68 við Champs-Elysées götu í París.

Í dag er hægt að finna sérhæfðar meðferðir á betri snyrtistofum og SPA stofum víða um heim; meðal annars í Waldorf Astoria hótelinu á Manhattan og enn á sama stað við hús númer 68 á Champs-Elysées en þar er einnig rekin veitingastaðurinn le 68 sem við hvetjum alla Parísar fara til að kynna sér betur.

21416126790_6f126a2410_o

Öflug sókn síðustu ár

Þó Guerlain sem snyrtivara eigi sér dýpri rætur en flest snyrtivörumerki í dag hafa húð og förðunarvörur frá þeim aldrei verið jafn áberandi og síðustu 30 árin og segja má að frá 2005 hafi sóknin aldrei verið meiri.

Hér er örstutt yfirferð:

  • 1980 kom Issima fyrst á markað
  • 1984 leit sólarlínan frá Terracotta dagsins ljós. Þær vörur eiga sér mjög dygga aðdáendur og sífellt bætast nýir við en á 30 sekúndna fresti selst eitt Terracotta púður einhversstaðar í heiminum.
  • 1987 fengum við fyrst að prófa Aqua serum, sem hefur verið í markvissri þróun frá því það kom á markað, – og árið 2006 kom hin vinsæla dekurlína Orchidee lína á marka en sú sækir í áhrif frá orkídeublóminu.
  • 2007 fengum við að kynnast Abeille Royale vörunum og árið 2015 var sú lína endurnýjuð með enn öflugri virkni.

Það er hin rússneska Natalia Vodianova (fædd 1982) sem hefur verið andlit flestra herferða fyrir húðvörur Guerlain síðan 2009 en hún kom fyrst fram á 180 ára afmæli Guerlain og er mikið eftirlæti fyrirtækisins.

Hér má sjá Nataliu í dásamlega fallegu myndbandi sem var gert til heiðurs Shalimar.

Guerlain hefur dekrað við konur frá árinu 1828. Frá upphafi hefur þetta merki verið samnefnari fyrir sérstaka fágun og lúxus enda vandaðar vörur í allra hæsta gæðaflokki.

Við skorum á þig að kynna þér ilmina frá Guerlain, Terracotta línuna og Orkídeu hreinsilínuna. Unaður og dásemd í hverjum dropa. Vörurnar fást í flestum betri snyrtivöruverslunum landsins.

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest