Heavenly Creature er ný lína, seld í takmörkuðu upplagi hjá MAC.
Línan er að hluta til byggð upp af Mineralize línunni sem hefur hlotið góðar viðtökur hjá MAC.
Heavenly Creature línan stendur saman af níu augnskuggum, fjórum kinnalitum, fjórum púðrum, fimm varalitum, fimm glossum og einum maskara ásamt húðvörum og burstum.
Línan er eins og nafið gefur til kynna alveg himnesk. Létt og áferðarfalleg með sterkum fallegum litum inn á milli, burstarnir eru eins og allir aðrir burstar sem ég hef prófað frá MAC, alveg frábærir!
Húðvörurnar sem fylgja þessari línu eru alveg einstaklega spennandi og má þá sérstaklega nefna kornamaskann með Eldfjallaöskunni (Volcanic Ash Exfoliator). En hann samanstendur af blöndu af eldfjallaösku og fínum sykurkrystöllum. Hann hreinsar húðina og gefur raka á sama tíma og hægt er að nota hann hvar sem er á andlitinu eða líkamanum.
Ekki skemmir svo fyrir að augnskuggarnir, púðrin og kinnalitirnir í línunni eru ekki aðeins gagnlegir sem förðunarvara heldur eru þeir líka alveg ægilega fallegir í boxinu og er hugmyndin á bakvið “look-ið” á línunni að láta litina líta út eins og plánetur.
Þeir litir sem ég hef komist yfir að prófa eru æðislegir og mæli ég sérstaklega með glossinu sem heitir Meteoric í fallegum rauðbleikum lit – Fullkominn fyrir sumarið!
Guðný skrifaði líka um þessa flottu línu – Smelltu HÉR til að lesa það.
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.