Það er erfitt að velja einungis fimm vörur þar sem að ég er algjör snyrtivörufíkill og langar oftast að eiga allar tegundir af vörum í öllum merkjum! En ég hef fundið nokkrar sem virka mjög vel og ég hef haldið áfram að nota.
1.
Maskari. Ég skipti oft um tegundir og prufa mig áfram, en sá sem hefur lengst verið í uppáhaldi hjá mér er Hypnose Drama frá Lancome. Hann lengir, þykkir, brettir og gerir mikið úr augnhárunum án þess að klessa þau. Burstinn er fallega sveigður og er hægt að nota hann á marga vegu eftir því hvaða áhrif maður vill fá.
2.
Gott andlitskrem er ómissandi og ég er hrifnust af Hydramemory Extracream 24h frá Comfort Zone. Húðin á mér þarf mikinn raka, sérstaklega á veturnar og þetta krem er bæði fljótvirkandi og hentar mér vel.
3.
Ég elska hyljara til þess að setja t.d. yfir dökka bauga og í kringum nef. Ég er mjög hrifin af Cover all mix hyljaranum frá Make up Store þar sem að hægt er að nota hann á allt og það er hægt að blanda litunum saman.
4.
Ég nota oft sólarpúður til að fríska upp á útlitið og finnst mér Bronzing Powder frá MAC algjört æði þar sem að það er matt, létt og ekki of dökkt.
5.
Varagloss er mér mikilvægur og ég er hrifin af mörgum tegundum en sú sem stendur mest upp úr er Dior Kiss. Glossinn helst vel á, lyktar vel, er í fallegum umbúðum og mýkir upp varirnar.
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com