Mér áskotnaðist þetta fína naglalakk frá YSL um daginn en það kemur ferskt inn úr haustlínunni þeirra…
Ég er voðalega hrifin af svona hlutlausum og brúnum tónum þegar kemur að naglalakki.
Aðallega vegna þess að ég er yfirleitt klædd eins og jólatré þannig að það virkar ágætlega fyrir mig að hafa naglalakkið í minna áberandi kantinum.
Þessi litur heitir Beige Gallery og mér finnst hann passa við allt sem mér dettur í hug að klæða mig í.
Ekki skemmir fyrir að það þarf bara eina umferð og naglalakkið helst á í marga daga án þess að skemmast. Burstarnir í naglalökkunum frá YSL henta líka ákaflega vel fyrir fólk eins og mig sem hefur fimm þumalputta á hvorri hendi. Það dugir nánast ein stroka yfir nöglina og hún er þakin lakki. Það er ekki hægt annað en að kunna vel að meta slíkan eiginleika.
Þetta er flott naglalakk sem hentar við öll tilefni. Sama hvort maður er heima á náttfötunum að læra eða á leiðinni í lætin í miðbænum!
Guðrún Veiga er mannfræðingur að mennt. Týpískt naut, kann vel að meta veraldleg gæði og þrjósk með eindæmum, fagurkeri og eyðslukló.
Naglalökk eru hennar helsti veikleiki og líkamsrækt stundar hún ekki en viðheldur brennslunni með óhóflegri kaffidrykkju.