Ég er nagalalakkafrík og er löngu búin að missa töluna á því hversu mörg naglalökk ég á, þau eru meira að segja í sérstakri “fansý” skál inn á baðherbergi hjá mér!
Yves Saint Laurent hefur ekki svikið mig þegar naglalökk eru annarsvegar og í vorlínu þeirra fyrir árið 2013 er grænn litur sem ég er mjög skotin í, hann heitir Jade Imperal og er númer 34.
Ég ákvað um daginn að halda matarboð og korter í boðið var ég ekki ennþá búin að naglalakka mig og var ekki alveg viss hvort ég ætti að setja eitthvað á neglurnar en ég var búin að stara á þennan lit í skálinni allan daginn og lét vaða, æji þá verður þetta bara eitthvað klúður hélt ég!
Neglurnar voru lakkaðar og ég var sko ekki svikin, ein umferð og málið er dautt! Lakkið þornar á núll einni og glansar eins og enginn sé morgundagurinn. Pensillinn er flatur á burstanum og það finnst mér mjög mikill kostur því þannig er ég miklu fljótari að lakka mig. Lakkið endist og endist og veitir einnig góða vörn og gefur nöglunum raka.
Stelpur ég er að segja það, þetta er sumarliturinn, grænn, vænn og hrikalega smart litur sem passar við allt!
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig