Það er óhætt að segja að Lancome sé alltaf með puttann á púlsinum þegar kemur að nýjungum í snyrtivörum.
Guðný Hrönn fjallaði um nýja Artliner eyelinerinn hér og ég fékk að prófa grænan og fallegan lit úr sömu línu.
Liturinn er græn sanseraður og lúkkar afar vel sem þykkur undir eyeliner með svarta línu yfir. Það er líka mjög flott að setja smá línu af honum á neðri augnhárin. Eyelinerinn er blautur og þurfa þær sem eru ekki vanar að nota blautan eyeliner að æfa sig aðeins þar sem hann getur runnið aðeins til en liturinn er einnig vatnsheldur og því helst hann vel og lengi á augunum.
Þegar ég er búin að setja eyelinerinn á mig þá set ég Doll Eyes masakarann frá Lancome yfir aunhárin-bæði neðri og efri og MIKIÐ af honum en Lancome hefur sett vatnsheldan Doll Eyes maskara á markað og því er þetta dýnamískt dúó svokallað – endingargott með eindæmum.
Maskarinn er frábær viðbót í snyrtibudduna og molnar ekki, þéttir augnhárin vel og er endingargóður. Ég mæli með því að þú kynnir þér þessar vörur því það gerir svo mikið að nota aðra liti en svart eða brúnt í augnförðun og það er klassi yfir þessu.
Hér má sjá umfjöllun Guðnýar á fjólubláa Doll Eyes maskaranum ásamt fjólubláa eyelinernum úr sömu línu.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig