Það geta ekki verið annað en meðmæli þegar litir strákar eru farnir að stelast í naglalakkið hjá mömmu sinni…
… þetta gerðist einmitt þegar sonur Sigrúnar pjattrófu komst í Spiderman settið hennar frá OPI. Sá litli sat við eldhúsborðið og mundaði pensilinn, alveg heillaður. Skildi ekkert í því hvað mamma hans var að stoppa hann af í þessu.
Það sama gerist reyndar þegar flestar vinkonur mínar sjá emerald-metallic græna lakkið úr seríunni en það heitir Just Spotted The Lizard. Einstaklega heillandi og fallegur litur sem þú bara verður að fá að prófa. Algjör ‘skvísu’ litur.
Lakkið hefur þann eiginleika að virðast gyllt en á sama tíma er græni tónninn áberandi. Þetta lakk kemur frábærlega út á táslunum og virkar einhvernveginn við allt – er ekkert of mikill glamúr og fer auðvitað frábærlega við svolítið sólgylltan lit.
Smelltu hér til að kíkja á Facebook síðu OPI – mjög skemmtileg.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.