Sumarlitirnir er komnir hjá NYX Cosmetics í Bæjarlindinni, ég kíkti á sumarvörurnar hjá þeim og var svo sannarlega ekki svikin.
Nýju Butter varalitirnir og Butter glossin frá þeim innihalda sheabutter sem veita frábæran raka og gera varirnar silkimjúkar.
Sjálf hef ég notað Butter glossin í langan tíma og get ekki sagt annað en að þetta sé með betri gloss-um sem ég hef sett á mínar varir. Liturinn á þeim er æðislegur og sýnilegur, það eins og að bera silki á varirnar á sér að setja þennann gloss á sig.
Hér má sjá fleiri lit í skemmtilegri auglýsingu frá NYX Cosmetics:
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=IBOuFm6k_iQ[/youtube]
Glossinn er einnig sætur á bragðið og verður aldei klístraður eins og svo oft gerist með gloss. Varalitirnir eru einnig alveg einstakir með fallegi áferð sem ætti engan að svíkja. Verðið á þeim er heldur alls ekki til að kvarta yfir stykkið er undir 2500 krónum.
Engin önnur er drottning spjallþáttanna Oprah sagði þetta vera Butter gloss vera gloss ársins 2013 í O, The Oprah Magazine . Ef Oprah segir það…
Hér má einnig sjá hressa pjattrófu fara yfir alla litina og ræða málið í þaula:
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=rdArG65fi_U[/youtube]
Anna Brá Bjarnadóttir er fædd á því herrans ári 1986, sama ár og Gleðibankinn hóf raust sína í júró, sem er mögnuð tilviljun þar sem stúlkan er sjálf vel stæður Gleðibanki! Anna starfar sem skemmtanastjóri og dj á Loftinu og Lebowski Bar en er á sama tíma algjör græju gúrú og fíkill. Anna er útskrifuð af tæknibraut Kvikmyndaskóla Íslands og hefur m.a. starfað við fjölda auglýsinga og sjónvarpsþátta. Hún býr við Norðurmýrina með hundinum Tinna og kærastanum og kokkinum Jónasi.