Reel Sexy línan frá MAC er bara ‘gordjöss’. Litirnir eru svo hreinir og fallegir að það er með engu lagi líkt…
…Ég kolféll fyrir glossinum STAR QUALITY úr línunni um leið og ég sá hann. Hann er bleikur með smá hint af appelsínugulum lit. Hann þykkir varirnar og glansar mjög fallega. Semsagt gerir þær mjög kyssulegur og ‘sexy’!
Liturinn er fullkominn, ef ég ætti að velja einn varalit/gloss fyrir sumarið þá væri þessi klárlega fyrir valinu! Algjört æði! MAC eru þekktir fyrir frábærar förðunarvörur og þessi varagloss er engin undartekning. Kynþokkafullur sumarlitur sem klessist ekki, er léttur á vörum og algjörlega frábær.
Línan REEL SEXY hefur verið einstaklega vinsæl svo ég myndi skella mér sem fyrst út í næstu MAC verslun og næla mér í eintak áður en allt klárast!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.