Naglalökkin frá Sally Hansen eru svo sannarlega að slá í gegn hjá mér þessa dagana.
Ég ákvað að velja mér eitt lakk sem væri meira hversdags og ljósara en ég er vön að nota, liturinn sem varð fyrir valinu er númer 460 og heitir “Wet Cement”.
Þessi litur er úr Extreme Wear línunni frá Sally og ég er ekki að grínast-ég var með lakkið á nöglunum í VIKU og það sá varla á því.
Ég fór tvær umferðir og voila! Fallegur ljósgrár litur sem er hversdagslegur og “casual”, passar við allt.
Svo er það uppáhaldið mitt: Pat on the Black. Stelpur, þessi litur er ÆÐI! Hann er djúpfjólublár og er númer 660, liturinn er úr Salon Manicure línunni og ég hef sömu sögu að segja með þennan lit og litinn hér fyrir ofan; ég setti á mig tvær umferðir og hann var æðislegur í fimm daga. Síðan bar ég þriðju umferðina yfir á fimmta degi og liturinn entist í fimm daga í viðbót! Ekki spillir fyrir að pensillinn er flatur sem auðveldar ásetningu lakksins.
Og að lokum er það glamúrinn. Já, glamúrinn er málið fyrir jólin, aðeins að krydda neglurnar upp með smá glimmeri og glans og það getur þú svo sannarlega gert með gyllta glimmernaglalakkinu úr Salon Manicure línunni.
Liturinn heitir Gilded Lily og er gylltur glimmerlitur. Ég er ekki frá því að þetta sé jólalakkið í ár, burstinn á þessu lakki er einnig flatur og tvær umferðir eru meira en nóg til þess að fá fullt af glimmeri og flottheitum á neglurnar.
Þessi naglalökk eru í uppáhaldi hjá mér núna og ég mæli með að þú farir á næsta sölustað Sally Hansen og nælir þér í lakk.
_______________________________________________________________________
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig