Eitt orð yfir nýju haustlínuna frá Lancôme – GLAMÚR!
Haustlínan 2012, sem kallast Midnight Roses, inniheldur einstaklega fallegar vörur og ég var svo heppin að eignast nokkrar af þeim…
Ef ég byrja á stjörnu línunnar að mínu mati, Blush Highligher. Þennan glitnarndi kinnalit/highlighter getur maður notað yfir venjulegan kinnalit eða ofan á kinnbeinin, augnbrúnabeinið og jafnvel bringuna fyrir fallegan ljóma. Þessi litur er ótrúlega fallegur bæði á húðinni og í umbúðunum en þar er hann mótaður í fallega rós.
Svo hefur línan að geyma ótrúlega dramatíska og haustlega varaliti, meðal annars fljótandi varaliti með mattri áferð. Varaliturinn er þekjandi og inniheldur elastomeric gel sem er fyllingarefni. Varaliturinn flauelsmjúki kemur í þrem djúpum, dökkum og glæsilegum litum. Partý!
FRÁBÆR AUGNBRÚNAPALLETTA OG MATT YFIRLAKK
Og ekki má gleyma augnbrúnunum! Le regard pro heitir pallettan frá þeim sem inniheldur þrjá brúna liti, þannig að maður getur stjórnað litnum sjálfur og blandað þeim saman að vild.
Pallettunni fylgir líka plokkari, tvöfaldur pensill og ljós ‘highligher’ litur sem er ætlaður augnbrúnabeininu…sem sagt allt sem þú þarft til að fullkomna augabrúnirnar. Þá er hægt að toppa og ‘festa’ lúkkið með glæra augnbrúnagelinu þeirra sem heitir Hypnose Brow Shaper. HÉR má sjá Lisu Eldridge fjalla um nokkrar sniðugar vörur og þar á meðal pallettuna sniðugu en hana má líka nota á augun!
Og í lokin verð ég að minnast á lökkin þeirra fallegu! Þrír glæsilegir haustlitir og eitt yfirlakk sem mattar áferð lakksins sem þú setur undir. Mjög töffaralegt!
Þetta er aðeins hluti af því sem línan hefur að geyma, mæli með að kíkja á þessa glamúr-línu fyrir hátíðarnar!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.