Það er óhætt að segja að OPI séu snillingar í naglalökkum – alltaf að koma með spennandi nýjungar á markaðinn…
Nú er komin ný lína frá þeim sem heitir Spiderman – algjörlega gordjöss! Glamúr og glimmer fyrir allan peninginn!
Ég féll gjörsamlega fyrir naglalakkinu „Number one Nemesis“ það er grá/græn sanserað með gylltum flögum. Ohhh þvílík fegurð. Neglurnar fá svona leyndardómsfullt útlit með glamúr stíl. Dásamlegt!
Lökkin eru mjög þægileg í notkun en burstinn er þykkur og breiður- fellur vel á neglurnar. Besti kosturinn er sá að naglalakkið helst óvenju vel á nöglunum. Glasið er tiltölulega stærra en gerist og gengur og verðið skemmir ekki fyrir heldur.
Mæli með glamúr á neglurnar fyrir þig í sumar!

Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.