Hey, Sailor! heitir glæsileg ný sumar lína frá MAC en þessi lína er að detta inn í MAC verslanir ‘as we speak’…
…Í þessari flottu línu má finna gloss, varaliti, varablýanta, augnskugga, kinnalit, sólarpúður og ‘highlighter’ svo fátt eitt sé nefnt. Ég var svo heppin að fá að ‘prufukeyra’ nokkra hluti úr þessari línu sem er strax orðin smá uppáhalds.
Það fyrsta sem ég prófaði var ‘longwear’ varablýantur en liturinn heitir Shore Leave. Litnum er lýst sem ljósum ‘vibrant’ kórallit. Þessi er GORDJÖSS, hann er ljós en samt svo skær. Þennan er snilld að setja yfir allar varirnar og toppa svo með smá gloss. Og hann endist og endist, enda ‘longwear’.
Og talandi um gloss þá smellti ég einmitt gloss/varasalva úr þessari línu yfir varablýantinn. Glossinn heitir Suntint, kemur í túpu og er með 20 SPF. Þessi ilmar dásamlega!
Næst er það svo sumarleg húð. Ég prófaði sólarpúður sem ég er mjög hrifin af. Liturinn heitir Soft Sand og hentar minni ljósu húð mjög vel, gefur henni smá frísklegan lit án þess að vera of mikið. Svo setti ég smá kinnalit á ‘eplin’! Í línunni eru tveir litir af kinnalit í boði, annar er ferskjulitaður og hinn, þessi ég ég prófaði, er bleikur með smá gylltu í. Sumarlegt!
Og að lokum, augun. Ég fékk að prófa einn af fimm augnskuggum úr línunni. Sá er navy-blár með smá ‘shimmer’ í og heitir Nautical. Vá þessi er hrikalega flottur og sannar að það er ekki lengur ‘tabú’ og 80’s að vera með bláann augnskugga.
Allar vörur línunnar koma í takmörkuðu upplagi nema annað sé tekið fram þannig að ég mæli með að kíkja á næstunni upp í MAC og skoða þessa línu. Hún ætti ekki að fara fram hjá neinum í þessum frábæru sjóliða umbúðum!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.