Undanfarna sjö daga hef ég samviskusamlega borið á mig GÉNIFIQUIE æskuvakan frá Lancome og húðin á mér á að verða sjáanlega yngri á aðeins þessum sjö dögum.
Ég verð að viðurkenna að ég var frekar efins þegar ég byrjaði að krema mig á kvöldin en við heimasætan grandskoðuðum andlitið á mér þar sem við ætluðum sko aldeilis að taka eftir því ef einhver breyting yrði á næstu dögum.
Áður en ég fer að sofa hef ég byrjað á því að setja GÉNIFIQUE dropana á andlitið og því næst GENIFIQUE næturkremið og á morgnana hef ég verið spennt á kíkja í spegil og athuga hvort ég sjái mun.
Haldiði ekki að það sé munur! En helsti munurinn er að þegar ég farða mig á morgnana þá er húðin með sléttari áferð og húðliturinn á mér er jafnari, þannig að förðunin verður margfalt fallegri.
Ef þetta er árangurinn á sjö dögum, hvernig verð ég eftir fjórtán, ég á eftir að ljóma!
Ég mæli klárlega með þessari verðlaunavöru fyrir konur eldri en 30 ára, þið eigið pottþétt eftir að sjá mun.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.