Hinn fullkomni varalitur er kominn á markað!
Nýja varalita/gloss línan frá Yves Saint Laurent er algjört æði. Línan heitir ákfalega löngu og virðulegu nafni, Rouge Pur Couture, Vernis Á Lévres, Glossy stain, en YSL á hugmyndina og eru hönnuðir þessarar frábæru vöru.
Segja má að hér sé kominn varaliturinn og gloss í einum og sama pakkanum: Með hámarksendingu, hámarks glans og hægt að velja úr ótrúlega fallegri litalínu. Burstinn er líka sérstakur en hann er hannaður til að auðvelda konum við að setja á sig varalitinn. Hann er örlítið sveigður með stuttum mjúkum hárum þannig að mjög auðvelt er að bera hann á og fá hið fullkomna lúkk á varirnar. Einnig kemur passlegt magn í burstann svo varaliturinn endist mun lengur en aðrir varalitir.
Ég er alveg dolfallin yfir þessari vöru því oftast er ég að bera á mig bæði varalit og svo gloss yfir og maður hefur eiginlega ekkert alltaf tíma til þess. En ég get fullvissað þig um það að þessi helst á í marga tíma. Ótrúleg ending á lit! Varaliturinn er líka léttur, klístrast ekki og með hámarks glans áferð. Algjört æði!
Rouge Pur Couture, Vernis Á Lévres, Glossy stain frá YSL kemur í 19 mismunandi litum. Allt frá mildum bleikum og plómu litum sem henta vel á daginn, yfir í bjarta rauðra og fjólu tóna fyrir hvert tilefni sem kallar á meiri athygli.
Liturinn sem ég er að nota þessa dagana er númer 17 Encre Rose og er fallega bleikur (nema hvað 🙂 elska bleiku litina)
Þessi vara er klárlega vara sem hægt er að mæla 100% með, þvílík bylting í varalitum! Snilld!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.