Ég er ekki mikið fyrir naglalökk í brjáluðum litum, nema ég sé að fara eitthvað fínt. En mér finnst alltaf flott að vera með naglalakk sem aðeins birtir yfir nöglunum og gefur þeim smá lit í leiðinni.
Nýja naglalakkið mitt er úr línunni Color Riche frá L’Oreal (sem inniheldur ‘mini’ naglalökk) og er mjög endingargóð en liturinn heitir Beige Countess.
Línan er sú fyrsta sinnar tegundar frá L’Oreal en liturinn er svolítið spes, ljósbrúnfjólublár (er það litur?). Eftir eina umferð er hann mjög ljós – fullkomið hlutlaust naglalakk. Eftir tvær umferðir verður liturinn meira eins og á myndinni.
Ég er alltaf svolítið skeptísk á allt sem á að endast í óraunhæfan tíma, og var það líka í þetta skipti.
Naglalakkið á að endast í um viku og það kom mér ferlega á óvart en það stóðst bara frekar vel! Var ekkert farið að sjást á því fyrr en á sjötta degi. Það verður að kallast mjög gott!
Beige Countess liturinn er númer 104 en svo eru margir ótrúlega flottir litir sömu línu. T.d er 505 (Wild Purple) sjúkur! Kaupi hann fyrir áramótin!
Kíktu endilega á þessa flottu línu frá L’Oreal. Þetta eru góð lökk, á góðu verði, fullt af flottum litum og þau endast mjög lengi.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.