Ef þú ert að leita að MJÖG dökkum maskara sem litar hvert hár fyrir sig án þess að klessast, helst vel á allan daginn og lengir augnhárin til muna mæli ég með full volume maskaranum frá Bourjois!
Bourjois hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér. Nota augnskuggana frá þeim mjög mikið, alltaf verið hrifin af meikinu frá þeim en aldrei prófað maskara áður. Var aldeilis ekki fyrir vonbrigðum.
Augnhárin þykkjast og lengjast án þess að fá þetta stífa maskara lúkk. Maskarinn klessist lítið sem EKKI NEITT! Hef aldrei átt maskara sem er jafn auðvelt að ráða við!
Það er mjög auðvelt að ná maskaranum af. Það er mjög mikill kostur. Ég er alltaf frekar smeik við maskara ef ég þarf að hamast á augnhárunum til að ná honum af. Augnhárin eru nefninlega viðkvæm og lengi að vaxa aftur.
Og að lokum er gaman að geta þess að Bourjois snyrtivörurnar eru framleiddar í sömu verksmiðju og Chanel snyrtivörurnar – gæði fyrir minni pening!
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.