Upp á síðkastið hef ég orðið voðalega hrifin af snyrtivörunum frá Bourjois. Þær eru ættaðar frá Frakklandi og sameina bæði frábært verð og góð gæði.
Bourjois er eldgamalt fyrirtæki, eitt af þeim elstu í heiminum og til fjölda ára var það í eigu þeirra sömu sem framleiða Chanel snyrtivörurnar og búið til í sömu verksmiðjum. Þar sem merkið er upprunalega ættað úr leikhúsunum í París hafa þau sérhæft sig í að búa til frábær meik og púður.
Ég hef notað Healthy Mix serum farðann sem hefur fengið allskonar viðurkenningar og nú nýlega prófaði ég þann nýjasta sem heitir City Radiance. Sá farði inniheldur litarkorn sem auka ljóma og gefa húðinni bjart yfirlit.
City Radiance has launched. Give it a glow! #bourjois #cityradiance
A photo posted by @bourjois_uk on
Mér finnst alveg meiriháttar þægilegt að nota þennan farða og hann er alveg sérlega góður. Hylur meiriháttar vel (betur en Healthy Mix) og gefur einstaklega góðan og fallegan ljóma á húðina.
Þó að við þurfum lítið að stressa okkur á því núna þá er 30 spf sólarvörn í honum og hann gefur mjög góðan raka. Formúlan er létt og þyngdarlaus en leiðréttir vel allar misfellur og mislit í húðinni en mín hefur alltaf verið gjörn á roða.
Með þessum farða keypti ég mér hyljara sem vinnur fullkomlega með honum en hann heitir RADIANCE REVEAL concealer. Mér finnst hann frábær í kringum augun, enda er hann mátulega þunnur og sest ekki í línurnar.
ATH að ég keypti þetta fínerí í síðustu ferð minni til London en meikið er víst væntanlegt til Íslands um miðjan feb og kemur þá í búðir (Debenhams, Lyf og Heilsu, Hagkaup Holtagörðum og Hagkaup Skeifunni skv inside information.)
NIÐURSTAÐA
Frábær farði og frábær hyljari frá merki sem verður sífellt meira í uppáhaldi hjá mér. Hann helst jafn og góður yfir daginn og það þarf lítið að lappa upp á hann eða bæta við. Með góðu púðri yfir endist hann virkilega vel. Fyrir bæði verð og gæði fær hann fjórar og hálfa. Gerist ekki mikið betra.
[usr 4.5]
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.