Clinique hefur sent frá sér frábært augnkrem sem verndar augun og húðina í kring sem er afskaplega viðkvæm.
Kremið er með SPF 20 og færir þér einstaka vörn fyrir augnsvæðið, verndar gegn sólskini og öðrum umhverfisþáttum sem herja á okkur dags daglega eins og t.d. mengun sem kemur frá bílum og fleira.
Það er mjög þægilegt að bera kremið á sig og maður tekur samstundis eftir því hvernig það eykur ljóma í kringum húðina við augun. Einnig finn ég mikinn mun á húðinni í kringum augun og andlitinu þegar ég fer út að hlaupa eftir að hafa borið augnkremið á mig ásamt Moisture Surge kreminu fyrir þurra húð. Þetta gerir alveg gæfumuninn og gerir hlaupatúrinn mikið skemmtilegri.
Í raun tel ég alveg nauðsynlegt fyrir þær sem eru mikið útivið að eiga góð krem með hárri sólarvörn en þar er Clinique mjög framarlega.
Ef þú ert með þurra og viðkvæma húð þá mæli ég hiklaust með þessum tveimur kremum fyrir þig!
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig