Í vorlínu YSL má finna fjóra varaliti sem eru sumarlegir og smart, endast lengi og ótrúlega auðveldir í notkun.
Þegar ég prufaði varalitinn fyrst hélt ég að ég væri að setja á mig gloss því hann kemur í þannig umbúðum en í pakkningunni er hjartalaga pensill og það er mjög auðvelt að setja hann á með fallegri útkomu.
Liturinn sem ég prufaði heitir Rose Fourreau og er númer 29, liturinn er sumarlegur og náttúrulegur og hentar flestum konum myndi ég segja. Besti eiginleikinn sem þessi varalitur hefur að mínu mati er að hann klístrast ekki þrátt fyrir að vera blautur þegar þú berð hann á þig, hann er fljótur að þorna og verður að lokum eins og aðrir varalitir.
Gott er að bera á sig tvær umferðir af litnum til þess að fá hann dýpri en þá setur þú fyrri umferðina á varirnar, bíður í 20 sekúndur og setur síðan seinni umferðina á varirnar.
Skemmtileg varalitalína sem ég mæli með og YSL er frábært merki!
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig