Það eru ófá naglalökk sem pjattrófan ég hef prófað en naglalökkin frá Clinique eru algjörlega einstök
…og af hverju eru þau einstök gæti einhver spurt?
Einfaldlega vegna þess að þau eru ofnæmisprófuð og henta því vel okkur sem hafa viðkvæmar neglur og haldast ótrúlega vel á nöglunum þrátt fyrir bara eina umferð. Litirnir eru guðdómlega fallegir (sem skemmir svo sannarlega ekki fyrir). Það þornar hratt og vel sem hentar nútíma konunni sem hefur nákvæmlega engan tíma né þolinmæði í að standa í mikillri bið eftir að naglalakk þorni
Glansinn er mikill og áferðin mjög jöfn þrátt fyrir (eins og ég sagði hérna áðan) fyrir eina umferð. Ég á nú nokkur af þeim 14 naglalökkum sem Clinique hefur sett á markaðinn og þau eru algjört æði. Litirnir eru flottir og glansa alveg meiriháttar vel, þorna fljótt og auðvelt að setja þau á sig.
Nýjustu naglalökkin í snyrtibuddunni minni eru “made of steel nr 12” og ” call me buff nr 1″. Made of steel er dökkgrátt á litinn og er svo haustlegur og flottur litur! Æðislegur í raun! Passar við öll flottu haustfötin, þykku peysurnar, svörtu buxurnar og fer jafnvel við kjólinn eða pilsið… hreinlega elska þennan lit!
Call me buff er svona “off white” litur og er mjög rómantískur og sætur. Ég nota hann daglega í vinnuna og líka þegar ég er í svona nett fínum fötum. Til dæmis fyrir bíó deit eða út að borða. Liturinn er hreinn og flottur og gefur þennan ákveðna klassa sem við viljum oft ná fram.
En aðalatriðið er að litirnir eru fljótir að þorna, endast ótrúlega vel á nöglunum og eru bara sjúklega flottir. Mæli eindregið með þessum frábæru naglalökkum frá Clinique.
Svo sakar aldrei að vita að vörurnar eru ofnæmisprufaðar og eru ekki prófaðar á dýrum. Það er alltaf ákveðinn hágæðastimpill sem fylgir vörum sem eru ekki prófaðar á dýrum en naglalökkin eru sérstaklega hönnuð fyrir fólk með húðvandamál og ofnæmi, sem er auðvitað snilld!
Æðisleg naglalökk, mæli með því að næla sér í flottan lit fyrir haustið!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.