Ég er með alveg rosalega stutt og ljós augnhár, nota maskara nánast daglega og vil því helst fá flottustu útkomuna á stuttum tíma…
… Maður er jú alltaf að flýta sér.
Ég hef prófað endalaust margar tegundir af maskara en hef lengst af haldið mig við double extension tveggja skrefa maskarann frá L’Oreal, fannst hann alltaf lengja lang mest.
Nú hef ég verið að nota Volume 1 Seconde maskarann frá Boujois og get ekki sagt annað en að ég elska hann!
Ég er mjög fegin að vera laus við að þurfa setja á mig maskara í 2 skrefum en samt fá sömu útkomu. Hann lengir passlega vel og gefur augnhárunum mikla þykkt.
Það hrynur ekkert af honum og hann helst mjög vel á allan daginn, það er líka mjög auðvelt að ná honum af á kvöldin. Það eina sem ég get sett útá hann er einungis vegna þess að ég er með mjög lítil augnlok. Það kemur stundum svart á svæðið beint undir augabrúnunum.
Ég mæli hiklaust með þessum maskara fyrir þær sem vilja þykkja augnhárin og losna við maskara köggla sem enda oft fyrir neðan augun eftir daginn.
Einnig tekur stuttan tíma að fá flott heildar lúkk en burstinn sérstaklega hannaður til að til að flýta fyrir flottri útkomu. Sérstök PUSH UP formúla auðveldar að byggja upp augnhárin strax.
Maskarinn kemur í djúp-svörtum lit, er ilmefna og paraben frír en hér má sjá bæði fyrir og eftir myndir af útkomunni.
Þá er gaman að geta þess að franska Bojouris merkið er í eigu sömu aðila og eiga Chanel og er að auki framleitt í sömu verksmiðju. Ekta franskt fínerí!
Krabbastelpan Eva Rós er fædd árið 1989, á tvö börn og góðan mann. Eva er mikill áhugamaður um hverskyns gamanmál en einnig uppeldi, ferðalög, heilsu, líkamsrækt, vín, matreiðslu, veisluhöld, kokteilagerð og góða þjónustu. Mottó Evu í lífinu er einfalt: Hver er sinnar gæfu smiður