Flestar höfum við lent í því á lífsleiðinni að húðin á okkur virkar einfaldlega of feit, þú glansar allan daginn og púðrið virðist ekki gera neitt gagn.
Biotherm kom með lausnina – að minnsta kosti í mínu tilfelli.
Ný lína frá þeim sem heitir Pureefect skin er frábær hreinsilína sem hjálpar þér að losna við opnar svitaholur og glans en möttunaráhrif hennar geta varað í allt að átta tíma!
Línan er unnin úr þara sem heitir L Digitata en hann er meðal annars að finna við Íslandsstrendur.
Þarinn hefur mjög hreinsandi áhrif og ver gegn bakteríumyndun. Þessi lína er fyrir konur sem vilja hreina og þétta húð en engan glans. Hreinsipakkinn hjálpar til við að loka svitaholunum og jafna roða í húðinni.
Þessi hreinsilína er fyrir konur á öllum aldri og allar húðgerðir. Línan einkennist af sítrusilm og er áferðin fersk og manni líður afar vel þegar hreinsimeðferðinni er lokið.
Til þess að línan virki sem skyldi þarf að nota hana alla daga 2x á dag og þegar þetta er komið í rútínuna þína þá ertu enga stund að hreinsa á þér andlitið.
Hérna eru leiðbeiningar um notkun:
Þú byrjar á því að nota mildu skrúbb sápuna, bleytir hana og setur í þvottapoka og hreinsar andlitið vel og vandlega og skolar hana síðan af. Mmmmmm… fresh fresh!
Sjáðu hér allt sem þú færð í þessari línu. Prófaðu hana næst ef þú kannast við þessi vandamál. Hún gerir alveg kraftaverk!
Næst er það hreinsigelið, þú setur nokkra dropa í lófann, bætir við pínulitlu af heitu vatni, nuddar lófunum saman og þá myndast froða sem þú þværð andlitið síðan uppúr.
Því næst setur þú andlitsvatnið í bómull en andlitsvatnið er með mildri húðslípun og ferð yfir andlitið með bómulinum.
Ef þú ert með erfiða bletti eða bólur þá mæli ég með því að því setjir sérhæfða kremið á þá staði sem þú vilt að það vinni á.
Að lokum er komið að rakagefandi gelinu, það er afar létt en gefur samt sem áður góðan raka og heldur húðinni fallegri yfir daginn.
Vissir þú að mjög kryddað eða sætt mataræði getur stuðlað að því að húðin verður feit og að stress/álag örvar starfsemi svita og fitukirtlanna og getur ýtt undir bólur?
Gefðu þér smá tíma fyrir sjálfa þig og húðina þína-þú átt það skilið!
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig